Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.4.2008 | 13:33
Tvöföld neitun er jákvæð, nema stundum
Í mér hef ég ekki geð
öfga að skoða fúla.
Aldrei hef ég ekki séð
umdeilt bloggið Skúla.
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 13:29
Til Bessastaða bílstjórar
Til Bessastaða bílstjórar
bruna um fréttasali.
Lúnar mæta löggurnar
og lempa þá með hjali.
Bílstjórar fóru með friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2008 | 01:25
Er ekki allt í lagi með aumingja bankana?
Þegar bankar þarfnast mín
þá er hart í ári.
Merkið rauða skært þó skín.
Skelfilegur fjári.
Lánshæfiseinkunn Glitnis lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 23:04
Beinið spænska birtist þar
Beinið spænska birtist þar
brúnt sem eldhúsraftur.
Vondslegrar til veraldar
var það hrifið aftur.
Mannsbein fannst á Fjallaskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 22:11
Dauðir þar daprir stara.....
Dauðir þar daprir stara,
dimmt er í hrímþokum.
Lilli þá lætur fara
að líta eftir plastpokum.
Látnir tína upp plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 21:53
Hvern fjandannn hafast þeir þar að?
Óli bóndi á Bessastað
býður Abbas þangað.
Þar höfðingjarnir hafast að
og hefur alltaf langað.
Abbas heimsækir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 21:41
Þó unglingar í tjöldum títt
Þó unglingar í tjöldum títt
tapi sínu viti.
Er vonandi að verði hlýtt,
væta smá og hiti.
Hlýindi í kortunum í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 16:14
Ég bara spyr. Hafa þau einhver superlaun?
Laun og risnu Rúnu Stef
og rukkun Gunnars Tóta.
Um það grun ég engan hef.
Eða hvers þau njóta.
Pukur ekki að undirlagi ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 01:23
Sinan brennur seint um kveld
Sinan brennur seint um kveld
sýnist fátt til varna.
Þegar krakkar kveikja eld
kárnar fljótt að tarna.
Fjöldi sinubruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2008 | 01:11
Lenti í sjónum bíllinn blár
Lenti í sjónum bíllinn blár,
blotnaði allur saman.
Ekillinn var ofsaklár
og ósköp fannst það gaman.
Bond bíllinn hafnaði í sjónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |