Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
20.4.2008 | 20:33
Upp er boðin eignin þín
Upp er boðin eignin þín,
sem ætti að vera bannað.
Bankinn leysir brátt til sín
bæði hús og annað.
Fleiri nauðungarsölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 15:06
Í Hallargarði hollir vinir
Í Hallargarði hollir vinir
hafa stofnað sig.
Ekki megi auðmannssynir
eignum ríða á slig.
Hollvinasamtök Hallargarðsins stofnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 11:33
Lærðir menn í listinni
Lærðir menn í listinni
leitast við að telja.
En líkið er í lestinni
og langar alla að kvelja.
Hugsanlegt að talning tefjist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 10:53
Lenti prins í lystigarð
Lenti prins í lystigarð,
lofnar þráði mótið.
Af inngöngu samt ekki varð
ólmt þó væri spjótið.
Prinsinn lenti í garði kærustunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 10:17
Sælir fóru sund í höll
Sælir fóru sund í höll
er sváfu laugarverðir.
Fara burtu áhrif öll
eftir slíkar ferðir?
Skelltu sér í nætursund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 22:58
Skíðakóngur skaut sig í skávinkonu hennar
Ellu stendur oft af því
ógnir tvennar, þrennar.
Skíðakóngur skaut sig í
skávinkonu hennar.
Er ekki kærasta Ivica Kostelic! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 15:23
Ég hefði víst átt að linka svona
Fyrrum voru framsettar.
Nú feta lostaveginn.
Fátækar og fáklæddar
fyrir krakkagreyin.
Fáklæddar og skuldsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 15:12
Vísa um vatn
Til stendur að krakkarnir (ekki þeir spænsku) komi í mat í kvöld og ég uppgötvaði að ekkert gos er til. Það má afsaka á eftirfarandi hátt.
Hollustan og heilbrigðið
hafa tekið völdin.
nú veitum bara vatnssullið
það virkar best á kvöldin.
En nú er ég búinn að kaupa Pepsimax, svo vísan er eiginlega ómark.
19.4.2008 | 14:59
Í tilefni af forsíðufrétt í Sólarhringnum (24 stundum)
Fyrrum voru framsettar
nú feta lostaveginn.
Fátækar og fáklæddar,
fyrir krakkagreyin.