Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Má lögreglan vera á nagladekkjum við svona aðstæður?

Í Öxnadal er afleit færð

ekkert komið sumar.

Vegagerðin alveg ærð,

en  sig löggan plumar.


mbl.is Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur segir:

Kenningar í kaupsmálum

kynna vil ég þarfar.

Of mikið í útlöndum

eru þessir skarfar.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei er of mikið mótmælt

Ökutækjum akandi

andmæla með kappi.

Vegnar Sturlu vonandi

vel í þessu stappi.


mbl.is Mótmælunum hvergi nærri lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kobbi framhandleggur

Óli Magga eflir sitt

anda- líkt og steggur.

Kominn yfir kjörborð mitt

Kobbi framhandleggur.


mbl.is Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konunum klappar á lær

 

Konunum klappar á lær

klerkurinn sómakær.

Útúr því eitthvað fær

ef hann svo faðmar þær.


Ég get eiginlega ekki linkað þetta í neitt

Vísnablogg til vinsælda

virðist henta gumum.

Ánægju það ómælda

ætti að veita sumum.


Ég segi nú bara svona, til að segja eitthvað

 

Séra Gunnar settist uppá DV

sem var dáldið skrýtið svona fyrst.

Virtist hafa súperlatívt CV

og sagðist hafa faðmað þær og kysst.

 


mbl.is Meint áreitni stóð í mörg ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusgrísinn bólgnar út

Eins og Már Högnason segir, svona kveðskap má aldrei taka of bókstaflega.

 

Bónusgrísinn bólgnar út,

bjargráð valda ótta.

Jóhannes með sorg og sút

sést á hröðum flótta.

 


mbl.is Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og okkur þykir nú leiðinlegt að lemja menn. Og svo fáum við ekki krónu fyrir það

Ógnvænlegt var ástandið

og ákaflega skrýtið.

Því bílstjórana börðum við

bara pínulítið.


mbl.is Það sem gerðist var óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbyggðirnar kalla á fulla kalla

Einn er upp til fjalla

útúrfullur senn.

Því óbyggðirnar kalla

á alla drykkjumenn.


mbl.is Drukknir ökumenn skemmdu hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband