Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
10.5.2008 | 06:08
Má lögreglan vera á nagladekkjum við svona aðstæður?
Í Öxnadal er afleit færð
ekkert komið sumar.
Vegagerðin alveg ærð,
en sig löggan plumar.
![]() |
Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 18:42
Ólafur segir:
Kenningar í kaupsmálum
kynna vil ég þarfar.
Of mikið í útlöndum
eru þessir skarfar.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 15:55
Aldrei er of mikið mótmælt
Ökutækjum akandi
andmæla með kappi.
Vegnar Sturlu vonandi
vel í þessu stappi.
![]() |
Mótmælunum hvergi nærri lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 15:31
Kobbi framhandleggur
Óli Magga eflir sitt
anda- líkt og steggur.
Kominn yfir kjörborð mitt
Kobbi framhandleggur.
![]() |
Spurt um ráðningu Jakobs Frímanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2008 | 16:02
Konunum klappar á lær
Konunum klappar á lær
klerkurinn sómakær.
Útúr því eitthvað fær
ef hann svo faðmar þær.
6.5.2008 | 17:55
Ég get eiginlega ekki linkað þetta í neitt
Vísnablogg til vinsælda
virðist henta gumum.
Ánægju það ómælda
ætti að veita sumum.
6.5.2008 | 15:52
Ég segi nú bara svona, til að segja eitthvað
Séra Gunnar settist uppá DV
sem var dáldið skrýtið svona fyrst.
Virtist hafa súperlatívt CV
og sagðist hafa faðmað þær og kysst.
![]() |
Meint áreitni stóð í mörg ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 16:57
Bónusgrísinn bólgnar út
Eins og Már Högnason segir, svona kveðskap má aldrei taka of bókstaflega.
Bónusgrísinn bólgnar út,
bjargráð valda ótta.
Jóhannes með sorg og sút
sést á hröðum flótta.
![]() |
Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 20:07
Eins og okkur þykir nú leiðinlegt að lemja menn. Og svo fáum við ekki krónu fyrir það
Ógnvænlegt var ástandið
og ákaflega skrýtið.
Því bílstjórana börðum við
bara pínulítið.
![]() |
Það sem gerðist var óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 19:50
Óbyggðirnar kalla á fulla kalla
Einn er upp til fjalla
útúrfullur senn.
Því óbyggðirnar kalla
á alla drykkjumenn.
![]() |
Drukknir ökumenn skemmdu hús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |